Gisthúsið Skeið í Svarfaðardal 

By Myriam posted July 20, 2018

Í botni Svarfaðardals ertu í kyrrð og ró í faðmi Tröllaskagafjallana . Hér eru óteljandi gönguleiðir, sem henta bæði byrjendum og fjallageitum. Fólk á hestum getur þrætt slóðir eins og Heljardalsheiði og fjallahjólamenn finna sitthvað við sitt hæfi. Á vetrum rætist draumur fjallaskíðamannsins hér, með mýmörgum ósnortnum brekkum, endalausir gönguskíðamöguleikar bíða þín ásamt upplifun alvöru vetrarmyrkurs, langt frá rafmagnsljósamengun þéttbýlisins. Þessir margbrotnu eiginleikar valda því að þótt staðurinn sé friðsæll er hann alltaf í hreyfingu! Hægt er að panta uppbúið rúm, svefnpokapláss eða tjaldstæði, hugsa sjálfur um mat í góðri eldhúsaðstöðu eða láta gestgjafann elda ofan í sig. Hentar fyrir einstaklinga, pör, hópa; veiðimenn, útivistarfólk, hestafólk, fuglaskoðara, jurtanornir og berjatínara, fjallahjóla- og skíðafólk!

Fjósið og hlaðan hafa tekið stakkaskiptum og þjóna nú sem gistiaðstaða og/eða aðstaða fyrir menningartengdar uppákomur. Jólamarkaðurinn á Skeiði á aðventunni verður sífellt vinsælli og kemur fólki í jólaskap. Allskonar viðburðir aðrir eru hluti af menningartengdri ferðaþjónustu.
Staðurinn hentar tónlistarfólki, rithöfundum, myndlistarmönnum,
ljósmyndurum og m.fl..

Ættarmót og hópar í óvissuferðum hafa einnig bókað hjá okkur. Skoðið vefsíðuna okkar og hafið samband.

Out Location

Guesthouse Skeid is a family-friendly lodging located off the beaten path in an idyllic valley on the Trollpeninsula

Quick Contact

Guesthouse Skeið 621 Dalvík - Iceland
++354 4661636 -- ++354 8667036

Social Media

You can find us on Instagram, Facebook & Twitter.
Follow the Link, come & visit us there, and give us a like

Verðlisti 

Gistihúsin okkar voru upphaflega útihús - fjós, hlaða og fjárhús, en eru semsagt í dag gistiaðstaða fyrir hópa og einstaklinga. Samt köllum við hópaðstöðuna ennþá "fjós" og setustofan, sem er fyrir alla, er ennþá kölluð "hlaða". Svo tölum við um stúdíóíbúðina, þar sem einu sinni var útihús kálfanna, svo skinnaverkstæði, en er í dag lítil íbúð með tveimur tveggjamanna herbergjum, einu herbergi sem er blanda af setu- og borðstofu með eldunaraðstöðu og síðan rúmgott baðherbergi. Í báðum húsnæðum er netsamband og farsímasamband.

made bed

isk 6.000/,-
  • uppbúið
  • rúm
  • uppbúið rúm
  • með morgunverði

sleeping bag

isk 5.000/,-
  • svefnpokapláss 
  • fyrir nóttina

camping

isk 1.200/,-
  • sanitary facilities
  • internet connection

10.000,- ISK/ 15.000,- ISK svefnpokapláss/ B & B, verð fyrir fjölskylduherbergi fyrir 2 fullorðna + 1 barn 0-12 ára gamalt, bætist 1.000,- ISK 8,- € á auka barn 3-12 ára gamalt, en þá er frítt fyrir 0-2 ára
Hægt er að fá hóptilboð fyrir kvöldverð/ kaffi/nestipakka.

Svo er hægt að leigja bæði húsnæðin og tjaldsvæðið = "fjósið & hlöðuna" + stúdíóíbúðina + tjaldsvæðið fyrir hópa; til dæmis fyrir ættarmót, óvissuferðir saumaklúbba, árshátíðir.... og má velja að panta mat hjá okkur eða sjá sjálf um máltíðirnar.

Camping allt ár í kring á meðan veður leyfir: Í tjaldi 1.200,- ISK fyrir nóttina á mann, innífalin sturtu-, klósettaðstaða og netsamband. Húsbíll & Co kosta 2.000,- kr fyrir nóttina á mann, innífalin sturtu-, klósettaðstaða og netsamband.
Ef laust er, þá má nota eldhúsið fyrir aukalega 300,- ISK fyrir nóttina á mann. Það er einfalt tunnugrill á staðnum. Gestirnir hafa aðgang að ferskum kryddum úr gróðurhúsinu okkar:-)
Gufubað: 500,- ISK á mann, hægt að leiga handklæða á aukalega 500,- ISK þvottavélar- og þurrkaranotkun (vistvænt þvottaefni innífalið): 500,- ISK hálf hlaðin vél, 1.000,- ISK full hlaðin vél.

Cancellation terms:
Cancellation of a confirmed booking: 20 % of the total price.
Cancellation 8 weeks or less before the arrival day: 50 % of the total price.
A so called no-show or a cancellation on the arrival day: 100 % of the total price.
Vinsamlegast hafa samband í síma 466 1636 eða senda á info@skeid.net

Photo Impressions

please visit us on instagram, facebook & co

address

Guesthouse Skeið 621 Dalvík
Iceland

email

info@skeid.net

Næsti bær er Dalvík með 1800 íbúa. Þar eru allar nauðsynlegar verslanir, útisundlaug (28° - 41° ), bensínstöð, höfn, strönd, byggðasafn og bókasafn. Dalvík er 45 km frá Akureyri. Rútuferðir eru á milli Akureyrar og Dalvíkur. 1 til 2 sinnum á dag.

Guesthouse Skeið - tel: ++ 354 466 1636 - mobile: ++ 354 866 7036 - mail: info@skeid.net

launched by conXcon Specialized on - Marketing - Consultancy - Webdesign
© conXcon 2018 Disclaimer