Skeið Vist í Svarfaðardal 

By Myriam posted March 2021

Skeið Vist

Kominn tími til að breyta til: Skeið Vist sem áður var kallað Gistihúsið Skeið býður ykkur gistingu í Svarfaðardal á enn vistvænni stað en áður. Vistmenning („permaculture“) er lífsstíl sem eigendur stefna á og tileinka sér smá saman. Nafnið Skeið Vist vísar samtímis til vistmenningar og dvalar. Markhópuinn okkar er ferðafólk sem er ekki á hraðferð, sem virðir og nýtir „bakgarðinn“ okkar.

Í botni Svarfaðardals ertu í kyrrð og ró í faðmi Tröllaskagafjallana. Hér eru óteljandi gönguleiðir, sem henta bæði byrjendum og fjallageitum. Fólk á hestum getur þrætt slóðir eins og Heljardalsheiði og fjallahjólamenn finna sitthvað við sitt hæfi. Á vetrum rætist draumur fjallaskíðamannsins hér, með mýmörgum ósnortnum brekkum, endalausir gönguskíðamöguleikar bíða þín ásamt upplifun alvöru vetrarmyrkurs, langt frá rafmagnsljósamengun þéttbýlisins. Skeið

Vist hentar fyrir einstaklinga, pör, hópa; veiðimenn, útivistarfólk, hestafólk, fuglaskoðara, jurtanornir og berjatínara, fjallahjóla- og skíðafólk, bæði á fjallaskíðum og gönguskíðum eða snjóþrúgum, í stuttu máli fólk sem stundar útivist hvernig sem veðrið er og í sátt við umhverfið. En kosýheit í húsunum okkar felast í að njóta, hægja á sér, hugleiða og bara vera. Skeið Vist er tilvalinn staður fyrir námskeiðshald, félagsfundi, starfsmannahitting, vinahópa-„get-away“ og ættarmót. Við höfum góða reynslu af ofannefndu og hlökkum til að halda því áfram. Fyrir utan viðburði sem eru án gistingar, er hægt að bóka 2 nætur frá föstudegi til sunnudags eða 4 nætur frá mánudegi til föstudags og heila viku. Tjaldsvæði er á staðnum, en það þarf að panta fyrirfram. Gestir tjaldsvæðsins hafa aðgang að klósettum og sturtum og vatni.Out Location

Skeid Lodge is a family-friendly lodging located off the beaten path in an idyllic valley on the Trollpeninsula

Quick Contact

Skeid Lodge - 621 Dalvík - Iceland
Mobil ++354 8667036

Social Media

You can find us on Instagram, Facebook & Twitter.
Follow the Link, come & visit us there, and give us a like

Verðlisti 

Gistihúsin okkar voru upphaflega útihús - fjós, hlaða og fjárhús, en eru semsagt í dag gistiaðstaða fyrir hópa og einstaklinga. Samt köllum við hópaðstöðuna ennþá "fjós" og setustofan, sem er fyrir alla, er ennþá kölluð "hlaða". Svo tölum við um stúdíóíbúðina, þar sem einu sinni var útihús kálfanna, svo skinnaverkstæði, en er í dag lítil íbúð með tveimur tveggjamanna herbergjum, einu herbergi sem er blanda af setu- og borðstofu með eldunaraðstöðu og síðan rúmgott baðherbergi. Í báðum húsnæðum er netsamband og farsímasamband.

made bed

isk 6.000/,-
  • uppbúið
  • rúm
  • uppbúið rúm
  • með morgunverði

sleeping bag

isk 5.000/,-
  • svefnpokapláss 
  • fyrir nóttina

10.000,- ISK/ 15.000,- ISK svefnpokapláss/ B & B, verð fyrir fjölskylduherbergi fyrir 2 fullorðna + 1 barn 0-12 ára gamalt, bætist 1.000,- ISK 8,- € á auka barn 3-12 ára gamalt, en þá er frítt fyrir 0-2 ára
Hægt er að fá hóptilboð fyrir kvöldverð/ kaffi/nestipakka.

Svo er hægt að leigja bæði húsnæðin og tjaldsvæðið = "fjósið & hlöðuna" + stúdíóíbúðina + tjaldsvæðið fyrir hópa; til dæmis fyrir ættarmót, óvissuferðir saumaklúbba, árshátíðir.... og má velja að panta mat hjá okkur eða sjá sjálf um máltíðirnar.
 
Tjaldstæði á beiðni

Cancellation terms:
Cancellation of a confirmed booking: 20 % of the total price.
Cancellation 8 weeks or less before the arrival day: 50 % of the total price.
A so called no-show or a cancellation on the arrival day: 100 % of the total price.
Vinsamlegast hafa samband í síma 466 1636 eða senda á info@skeid.net

Photo Impressions

please visit us on instagram, facebook & co

address

Skeið Vist - Skeid Lodge
621 Dalvík
Iceland

email

info(at)skeid.net

Næsti bær er Dalvík með 1800 íbúa. Þar eru allar nauðsynlegar verslanir, útisundlaug (28° - 41° ), bensínstöð, höfn, strönd, byggðasafn og bókasafn. Dalvík er 45 km frá Akureyri. Rútuferðir eru á milli Akureyrar og Dalvíkur. 1 til 2 sinnum á dag.

Skeið Vist - Skeid Lodge - mobile: ++ 354 866 7036 - mail: info(at)skeid.net

launched by conXcon Specialized on - Marketing - Consultancy - Webdesign
© conXcon 2021 Disclaimer